Select Page

Fimleikasambandið óskar eftir aðilum í tvær nýjar nefndir. Áhugasamir sendið tölvupóst á fsi@fimleikasamband.is

Mannvirkjanefnd 

Mannvirkjanefnd skal skipuð að lágmarki 2 aðilum. Nefndin er stjórn FSÍ og aðildarfélögum sambandsins til ráðgjafar um fimleikamannvirki, öryggisstaðla og endurnýjun á áhöldum. Nefndin er einnig ráðgefandi fyrir félög sem eru í byggingarferli á fimleikahúsnæði, ásamt því að annast flokkun keppnissala og gerir tillögur til stjórnar FSÍ um veitingu keppnisleyfa fyrir fimleikasali til mótahalds.  

Móttökunefnd og erlent samstarf 

Móttökunefnd skal skipuð að lágmarki 2 aðilum. Nefndin skipuleggur, í samvinnu við skrifstofu FSÍ, allar heimsóknir erlendra sambandsaðila á vegum FSÍ til Íslands. Nefndin er einnig ráðgefandi fyrir stjórn FSÍ varðandi stefnumótun og þátttöku í erlendu samstarfi.