Evrópumeistaramótið í hópfimleikum hófst í dag og byrjaði keppnin á undanúrslit í unglingaflokki. Íslenska drengjalandsliðið var fyrsta liðið inn á keppnisgólfið á EM í ár og stóðu strákarnir sig virkilega vel. Drengjaliðið endaði með 35.350 stig og mun keppa til úrslita á föstudaginn.
Þegar drengirnir höfðu lokið keppni kom að blönduðum liðum unglinga en Ísland var einnig með keppnislið í þeim flokki líkt og í fyrra. Blandaða liðið okkar var í banastuði en keppnin er hörð í blönduðum flokki. Liðið endaði með 43.800 stig
Dagurinn endaði síðan á keppni í stúlknaflokki en eins og allir muna tók íslenska stúlknalandsliðið silfur á EM í fyrra. Þær sýndu það í undankeppninni að þær stefna aftur á pall á þessu móti. Stúlkurnar fengu 48.925 stig samtals.
Öll landsliðin munu keppa til úrstlita á föstudaginn.
Landsliðsþjálfararnir okkar munu síðan á næstu dögum myndbandsgreina undankeppnina og gera nauðsynlegar breytingar til að kreista út sem mest stig í úrslitunum á föstudaginn.