Select Page

Fimleikasambandið hefur ráðið Þóreyju Kristinsdóttur í starf afreksstjóra áhaldafimleika, en hún mun taka við af Sæunni Viggósdóttur. Þórey hóf störf föstudaginn 27. ágúst.

Fimleikahreyfingin er kunnug Þóreyju en hún æfði og keppti í fimleikum um árabil með góðum árangri og hefur starfað sem þjálfari hjá Fimleikafélaginu Björk. Þórey útskrifaðist sem viðskiptafræðingur vorið 2020 úr Háskóla Íslands.

FSÍ býður Þóreyju hjartanlega velkomna til starfa um leið og við þökkum Sæunni fyrir sín störf og óskum henni velfarnaðar í því sem hún mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni.