Select Page

Nýr framkvæmdastjóri FSÍ

Það er einstaklega ánægjulegt að segja frá því að Eva Hrund Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra FSÍ. Um starfið sóttu 20 einstaklingar og var Eva Hrund valin úr sterkum og góðum hópi umsækjenda. Ráðningarstofan Intellecta bar hitann og þungann af ráðningarferlinu.

Eva Hrund hefur starfað í fjöldamörg ár fyrir fimleikahreyfinguna, nú síðast sem framkvæmdastjóri fimleikadeildar Keflavíkur og þar áður sem fjármálastjóri FSÍ. Hún hefur einnig komið að ýmsum öðrum verkefnum innan hreyfingarinnar, m.a. sem mótastjóri áhaldafimleika, framkvæmdastjóri FSÍ, setið í tækninefnd karla og nefnd um fimleika fyrir alla og verið dómari í áhaldafimleikum karla og kvenna auk þess að hafa þjálfað fimleika.

Eva hrund býr yfir þeim eiginleikum sem leitað var eftir í starfi framkvæmdastjóra sambandsins. 

Eva Hrund hefur störf 9. febrúar og viljum við óska henni hjartanlega til hamingju með ráðninguna og hlökkum til að fá hana til starfa.