Select Page

19/05/2023

Norðurlandamót unglinga

Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum hefst í dag með keppni í drengjaflokki.

15 íslenskir keppendur sem skipa þrjú landslið, unglingalandslið í karla- og kvennaflokki og drengjalið (youth), eru mætt til Helskini, Finnlands, þar sem að norðurlandamót unglinga fer fram. Þjálfarar landsliðanna eru þau Alek Ramezanpour (youth), Gabriella Belányiné (unglinga) Hróbjartur Pálmar Hilmarsson (youth og unglinga), Ólafur Garðar Gunnarsson (youth og unglinga) og Þorgeir Ívarsson (unglinga). Hér má sjá nöfn íslensku keppandanna.

Unglingalandsliðin eru á æfingu í keppnishöllinni þegar þessi frétt er skrifuð og þegar þeirri æfingu líkur þá mæta drengirnir í upphitun. Drengjalið íslands keppir í dag klukkan 11:00 á íslenskum tíma. Keppni unglinga hefst á morgun og keppt er til úrslita á einstökum áhöldum á sunnudag.

Íslensku keppendurnir eru búnir að koma sér vel fyrir hér í Finnlandi og það má segja að það sé mikil spenna í hópnum.

Dagskrá

Föstudagurinn 18. maí

  • Liða- og fjölþrautarkeppni drengja hefst klukkan 11:00

Laugardagurinn 19. maí

  • Liða- og fjölþrautarkeppni unglinga WAG hefst klukkan 07:10
  • Liða- og fjölþrautarkeppni unglinga MAG hefst klukkan 12:30

Sunnudagurinn 20. maí

  • Úrslit á einstökum áhöldum í öllum flokkum hefst klukkan 08:00

Úrslitaþjónusta og myndir

Hér er hægt að fylgjast með úrslitum.

Hér koma myndir frá mótinu.

Áfram Ísland!

Fleiri fréttir

Landslið – EYOF

Landslið – EYOF

Landsliðsþjálfararnir Róbert Kristmannsson og Þorgeir Ívarsson hafa valið sex einstaklinga til þátttöku í landsliði Íslands fyrir EYOF (European...

Ársþing FSÍ 2023

Ársþing FSÍ 2023

Fimleikaþing sambandsins fór fram á Reykjum í Hrútarfirði, laugardaginn 22. maí. Hefðbundin fundarstörf fóru fram og var það Valdimar Leó...