Select Page

Þann 18. apríl 2026 fer fram Norðurlandamót Unglinga í hópfimleikum, mótið fer fram í Sola, Noregi. Ísland sendir að þessu sinni fimm lið til keppni: tvö blönduð lið, tvö stúlkna­lið og eitt drengj­alið. Liðin koma úr þremur félögum; Gerplu, Selfossi og Stjörnunni.

Þátttökuréttur á mótið réðst á Haustmóti sem fram fór dagana 28.–30. nóvember, þar sem tvö stigahæstu lið í hverjum flokki tryggðu sér sæti á Norðurlandamótinu.

Liðin sem unnu sér þátttökurétt:

Stúlkna lið:
• Gerpla
• Selfoss

Blandað lið:
• Gerpla
• Selfoss

Drengja lið:
• Stjarnan

Við sendum öllum liðum okkar bestu óskir í undirbúningnum og óskum þeim góðs gengis.

Áfram Ísland – áfram íslenskir fimleikar!