Laugardaginn 9. apríl fer fram Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum í Randers í Danmörku.
Keppnin fer fram í Arena Randers þar sem 22 lið frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð keppa um titla sem Norðurlandameistarar drengja, stúlkna og blandaðra liða.
Fjögur lið frá Íslandi munu taka þátt í mótinu
Keppni í blönduðum flokki:
- Gerpla
- Höttur
Keppni í stúlknaflokki:
- Gerpla
- Starnan
Dagskrá mótsins og streymi
Hér er hægt að fylgjast með mótinu í beinu streymi.
Dagskrá mótsins á íslenskum tíma
kl. 8:30 – 9:50 – Keppni í blönduðum flokki
kl. 11:30 – 13:20 – Keppni í stúlknaflokki
kl. 14:20 – 15:35 – Keppni í drengjaflokki
kl. 16 – Verðlaunaafhending
Fylgist með á samfélagsmiðlum FSÍ
Fimleikasambandið mun birta myndir og myndbönd á Instagram síðu sambandsins, endilega fylgist með í Story.