Um helgina fer fram Norðurlandamót í hópfimleikum í Espoo, Finnlandi. Keppnin fer fram í Matro Areena 8. nóvember, þar sem 26 lið keppast um norðurlandameistaratitlana. Fimm glæsileg lið keppa fyrir hönd Íslands, Stjarnan í kvenna- karla og blönduðum flokki, Gerpla í kvennaflokki og sameiginlegt lið ÍA og Aftureldingar í blönduðum flokki. Sterk lið eru skráð til keppni í ár, íslensku liðin eru með háleit markmið og verður það ótrúlega spennandi að fylgjast með þeim á laugardaginn.
Dagskráin – 8. nóvember
Íslenskir tímar
07:00 – dyrnar opnast
08:10 – Opnunarhátíð
08:30 – Keppni í blönduðum flokki
11:50 – Keppni í kvennaflokki
14:50 – Keppni í karlaflokki
16:15 – verðlaunaafhending
Miðasala
Miðar eru seldir í gegnum Ticketmaster.
Venjulegur miði 34€
Börn 12 ára og yngri 15€
Fjölskyldumiði (2 fullorðnir og 3 börn) 90€
Börn yngri en 2 ára í fylgd með fullorðnum 0€
Beint streymi
Með enskum þuli.
Með sænskum þuli.
Með dönskum þuli.
Fimleikasamband Íslands hvetur allt fimleikaáhugafólk til þess að fylgjast með á samfélagsmiðlum sambandsins sem og félaganna og hvetja okkar frábæra fimleikafólk á einum stærsta hópfimleikaviðburði ársins!
ÁFRAM ÍSLAND!





