Select Page

Norðulandamóti unglinga í hópfimleikum var að ljúka og stóðu íslensku keppendurnir sig vel. Keppnin fór fram í glæsilegri íþróttahöll í Randers í Danmörku og var gríðarleg stemning í höllinni.

Í flokki blandaðra liða var Gerpla í 4. sæti með 42.000 stig og Höttur í 6. sæti með 37.700 stig. Gaman er að segja frá því að Fimleikadeild Hattar er í fyrsta sinn að senda lið á stórmót.

Í stúlknaflokki hafnaði lið Gerplu í 5. sæti með 45.150 stig og Stjarnan í 7. sæti með 41.850 stig.

Myndir frá mótinu munu birtast á myndasíðu FSÍ.

Fimleikasamband Íslands óskar liðunum til hamingju með keppnisdaginn.