Select Page

Keppni á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum hófst í morgun þar sem unglingalandslið frá sex löndum mættu til keppni í fjölþraut og liðakeppni. Ísland átti lið í drengjaflokki og stúlknaflokki.

Íslensku unglingalandsliðin

Stúlknalandslið Íslands hafnaði í 4. sæti með128.663 stig. Landsliðið skipuðu þær Arna Brá Birgisdóttir, Auður Anna Þorbjarnardóttir, Katla María Geirsdóttir, Kristjana Ósk Ólafsdóttir, Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir, Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir, Sól Lilja Sigurðardóttir.

Drengjalandslið Íslands lenti í 4. sæti með 202.813 stig. Landsliðið skipuðu þeir Ari Freyr Kristinsson, Davíð Goði Jóhannsson, Lúkas Ari Ragnarsson, Sigurður Ari Stefánsson, Sólon Sverrisson og Stefán Máni Kárason.

Bestan árangur Íslands í fjöldþraut áttu þau Auður Anna með 41.799 stig og Sigurður Ari með 67.799 stig.

Á morgun kl. 11:00 fer fram úrslit á einstökum áhöldum.

Verðlaunahafar

Liðakeppni stúlkna

  1. Danmörk
  2. Finnland
  3. Noregur

Liðakeppni drengja

  1. Finnland
  2. Svíþjóð
  3. Noregur

Fjölþraut stúlkna

  1. Keisha Abdullah Lockert, Noregur
  2. Natalie Jensen, Danmörk
  3. Sara Bergmann Jacobsen, Danmörk

Fjölþraut drengja

  1. Sebastian Sponevik, Noregur
  2. Joona Reiman, Finnland
  3. Aaro Harju, Finnland

Myndir frá mótinu munu birtast hér á myndasíðu FSÍ.

Úrslit mótsins má finna hér.