Select Page

Norðurlöndin hafa tekið samhljóða ákvörðun um að Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum karla og kvenna og Norðurlandamót drengja verði haldin í fjarkeppni í lok maí (22. – 23. 5. 2021).

Kórónuveirufaraldurinn á Norðurlöndunum er mis alvarlegur á milli landa og niðurstaðan var sú að það væri öruggara fyrir fimleikafólkið að halda mótið í fjarkeppni á netinu í stað þess að ferðast til Finnlands.

Mótið verður haldið samkvæmt Norrænu tæknireglunum nema að fimleikafólkið keppir í sínu heimalandi sem lið og dómgæslan verður framkvæmd í beinu streymi. Fréttir um hvernig hægt verður að fylgjast með keppninni verða birtar seinna á vorönninni.