Select Page

02/07/2022

NM – Íslensku liðin áttu góðan dag

NM frétt1

Þá er fyrrihluta Norðulandamóts í áhaldafimleikum lokið, íslensku kvenna- og karlalandsliðin mættu einbeitt til leiks á heimavelli, þar sem í dag var keppt í liðakeppni og fjölþraut.

Eftir fyrrihluta mótsins sitja landsliðin í öðru og þriðja sæti. Jón Sigurður Gunnarsson afmælisbarn dagsins leiðir keppni á hringjum en hann er þekktur fyrir frábæra framistöðu sína á hringjunum. Valgarð Reinhardsson, sexfaldur Íslandsmeistari leiðir keppni á gólfi en gólfæfingarnar hans í dag voru stórglæsilegar.

Thelma Aðalsteinsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari situr í þriðja sæti í einstaklingskeppni og að auki er hún í öðru sæti á slá sem stendur. Hildur Maja situr í öðrusæti á gólfi og rétt á eftir henni er Agnes Suto í því þriðja.

Spennandi verður að fylgjast með seinni hluta mótsins í kvöld þar sem að Norðurlandameistarar í liðakeppni og fjölþraut verða krýndir.  Keppnin heldur svo áfram í fyrramálið þar sem að sex sterkustu einstaklingarnir keppast um Norðurlandameistaratitilinn á einstökum áhöldum, Ísland á keppendur í úrslitum.

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...