Keppni í fullorðinsflokki var að ljúka rétt í þessu þar sem keppt var í liðakeppni og fjöldþraut. Íslenska kvennaliðið átti stórfenglegan dag og uppskar með því 3. sætið með 143.462 stig. Karlalið Íslands átti einnig góðan dag og hafnaði í 4. sæti með 228.746 stig. Thelma Aðalsteinsdóttir átti bestan árangur íslenskra keppendi í fjölþraut, en hún hafnaði í 6. sæti.
Alls voru keppendur mættir frá sex löndum; Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíðþjóð. Á morgun verður keppt til úrslita á einstökum áhöldum, bæði í fullorðinsflokki og unglingaflokki og hefst mótið kl. 11:00.
Kvennalið Íslands skipuðu þær Agnes Suto, Dagný Björt Axelsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir.
Karlalið Íslands skipuðu þeir, Arnþór Daði Jónasson, Atli Snær Valgeirsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson, Valgarð Reinhardsson og Valdimar Matthíasson.
Verðlaunahafar
Í kvennaflokki var það Svíþjóð sem landaði titlinum í liðakeppninni, Noregur í 2. sæti og ÍSLAND í 3. sæti. Í fjöldþraut var það Julie Roettum frá Noregi sem sigraði, Camille Lund Rasmussen frá Danmörku og Maria Tronrud frá Noregi í því þriðja.
Í liðakeppni karla sigraði Svíþjóð, Noregur í 2. sæti og Finnland í því þriðja. Í fjölþraut sigraði Sofus Heggemsnes frá Noregi, David Rumbutis frá Svíþjóð í 2. sæti og Joakim Lenberg frá Svíþjóð í 3. sæti.
Íslenskir keppendur í úrslitum á einstökum áhöldum
Keppnin er ekki búin hjá íslensku keppendunum, því líkt og áður kom fram fer keppni á einstökum áhöldum fram á morgun og fimleikafólk okkar er eftirfarandi:
- Í unglingaflokki karla mun Sigurður Ari Stefánsson keppa á stökki og svifrá.
- Í unglingaflokki kvenna munu þær Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir og Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir keppa á gólfi.
- Í fullorðinsflokki karla mun Valgarð Reinhardsson keppa á gólfi, hringjum og stökki. Jón Sigurður Gunnarsson mun keppa á hringjum og Martin Bjarni Guðmundsson mun keppa á svifrá.
- Í fullorðinsflokki kvenna mun Agnes Suto keppa á stökki og gólfi, Guðrún Edda Min Harðardóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir á slá og að lokum Hildur Maja Guðmundsdóttir á gólfi.
Einnig á Ísland nokkra varamenn inn á nokkur áhöld. Til hamingju með árangur dagsins!
Myndir frá mótinu munu birtast hér á myndasíðu FSÍ.