Select Page

Námskeiðahald haustannarinnar fór ágætlega af stað þetta árið. Haldin voru námskeið fyrir stjórnendur og aðstoðarleiðbeinendur leikskólahópa bæði í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Þjálfaranámskeið 1A var vel sótt, en 44 þjálfarar hófu þar þjálfaramenntun sína. Móttökunámskeið 1 í hópfimleikum fór fram í Vestmannaeyjum og Þjálfaranámskeið 1B var kennt á Egilsstöðum. Önnur námskeið sem voru á dagskrá hefur verið frestað en til stendur að koma þeim öllum fyrir þegar tækifæri gefst.

Fræðsludagur 2020

Fræðsludagur Fimleikasambandsins var með öðru sniði en undanfarin ár. Fyrirlestrar voru teknir upp og sendir til þjálfara og mæltist það vel fyrir. Þrír fyrirlesarar voru með erindi en það voru þær

  • Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, sem fjallaði um forvarnargildi íþrótta,
  • Tótla I. Sæmundsdótir, fræðslustýra samtakana 78, sem fjallaði um transbörn og íþróttir
  • og að lokum Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og Bs í sálfræði sem fjallað um samskipti og siðareglur í fimleikum.

Kærar þakkir

Fimleikasambandið vill þakka þeim sem kenndu á námskeiðum haustins og þeim félögum sem lánuðu húsnæði. Stefnt er að óbreyttri fræðsludagskrá í janúar ef Covid leyfir.