Select Page

Ástbjörg Gunnarsdóttir var formaður Fimleikasambands Íslands á árunum 1977-1981 og var fyrsta konan til að gegna því embætti.

Ástbjörg var mikil hugsjónakona og frumkvöðull íþróttakennara á Íslandi. Hún kenndi leikfimi alla sína starfsævi, fór með hópana sína víða um heim og sýndi sín atriði á fjölbreyttum sýningarhátíðum. Nákvæmni, glæsileiki og ástríða lýsa störfum hennar einna best en hún var sambandinu innan handar og stuðningur við starfið alla tíð.

Árið 1973 stóð Fimleikasambandið fyrir mikilli sýningarhátíð, þar sem hátt í 1000 þátttakendur frá Norðurlöndunum tóku þátt. Ástbjörg var í framkvæmdarnefndinni og átti stóran þátt í velgengni hátíðarinnar, sem var í fyrsta skipti sem Fimleikasambandið tók að sér erlent mótahald og gerði það svo glæsilega að enn hafa menn á orði hversu vel var að því staðið og lagði um leið grunninn að því að styrkja allt það góða og faglega móthald sem sambandið hefur staðið að síðan. 

Fimleikasambandið er þakklátt Ástbjörgu, fyrir allt það stórbrotna og óeigingjarna starf sem hún hefur unnið íþróttum og fimleikum til heilla með ævistarfi sínu.  

Hvíldu í friði kæra Ástbjörg.