Select Page

08/02/2021

Mikil gleði á fyrsta móti vetrarins

Þrepamót

Fyrsta fimleikamót ársins 2021, Þrepamót FSÍ, fór fram um helgina í íþróttahúsi Gerplu. Keppt var í 4. og 5. þrepi í stúlkna- og drengjaflokki.

Mótið fór vel fram og stóðu keppendur sig frábærlega á mótinu án nokkurs stuðnings frá stúkunni, enda mótið áhorfendalaust.

Alls voru keppendur frá Ármanni, Björk, FIMAK, Fjölni, Fylki, Gerplu, Gróttu, Keflavík og Stjörnunni mætt til leiks.

Á Nýju myndasíðu Fimleikasambandsins má sjá myndir frá mótinu og úrslitin má finna hér.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með gott mót og bíðum spennt eftir því næsta.

ÁFRAM ÍSLENSKIR FIMLEIKAR

Fleiri fréttir

NM unglinga frestað

NM unglinga frestað

Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum karla og kvenna og Norðurlandamót drengja sem átti að fara fram í fjarkeppni í lok maí (22. – 23. 5. 2021)...

Gleðilega páska

Gleðilega páska

Fimleiksamband Íslands óskar ykkur gleðilegra páska! Skrifstofan verður lokuð frá 1. - 5. apríl. Njótum páskanna og nýtum fjölbreyttar og...