Select Page

08/02/2021

Mikil gleði á fyrsta móti vetrarins

Þrepamót

Fyrsta fimleikamót ársins 2021, Þrepamót FSÍ, fór fram um helgina í íþróttahúsi Gerplu. Keppt var í 4. og 5. þrepi í stúlkna- og drengjaflokki.

Mótið fór vel fram og stóðu keppendur sig frábærlega á mótinu án nokkurs stuðnings frá stúkunni, enda mótið áhorfendalaust.

Alls voru keppendur frá Ármanni, Björk, FIMAK, Fjölni, Fylki, Gerplu, Gróttu, Keflavík og Stjörnunni mætt til leiks.

Á Nýju myndasíðu Fimleikasambandsins má sjá myndir frá mótinu og úrslitin má finna hér.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með gott mót og bíðum spennt eftir því næsta.

ÁFRAM ÍSLENSKIR FIMLEIKAR

Fleiri fréttir

Æfingabúðir í Keflavík

Æfingabúðir í Keflavík

Um liðna helgina stóð Fimleikasamband Íslands fyrir æfingabúðum í áhaldafimleikum kvenna. Ferenc Kováts stýrði æfingunum með aðstoð félagsþjálfara...

Valgarð með tvö silfur

Valgarð með tvö silfur

Karlalandslið Íslands hefur lokið keppni á Norður Evrópumótinu í Finnlandi. Eftir frábæran árangur gærdagsins þar sem landsliðið hafnaði í þriðja...