Miðasala hafin á Evrópumót í áhaldafimleikum 2025!
Fimleikaáhugafólk á Íslandi getur nú tryggt sér miða á eitt stærsta fimleikamót ársins 2025! Miðasala á Evrópumeistaramótið í áhaldafimleikum er hafin, og fer fram hér.
Mótið fer fram dagana 26.-31. maí í Leipzig, Þýskalandi, þar sem fremstu fimleikamenn og fimleikakonur Evrópu munu keppast um titlana, stefnir Ísland á þátttöku á mótinu. Þetta er einstakt tækifæri fyrir fimleikaáhugafólk til að upplifa heimsþekktar stjörnur keppa í nýjum reglum.
Fylgstu með frekari fréttum og upplýsingum um íslenska þátttakendur á samfélagsmiðlum og heimasíðu sambandsins.