Select Page

Karla- og kvenna landslið Íslands hefur lokið keppni á Norður Evrópumóti.

Norður Evrópumótið var haldið um helgina í Cardiff, Wales. Þær þjóðir sem tóku þátt að þessu sinni voru: Ísland, Danmörk, Noregur, Finland, Svíþjóð, Færeyjar, England, Skotland, Whales og Isle of Man. Jersey kepptu sem gestir.

Kvennalandslið Íslands skipuðu þær Agnes Suto, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Kristín Sara Jónsdóttir og Margrét Lea Kristinsdóttir. Karlalandslið Íslands skipuðu þeir Dagur Kári Ólafsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson.

Landsliðin okkar höfnuðu í fimmta sæti, karlarnir enduðu rétt á eftir sænska landsliðinu og konurnar á eftir danskaliðinu. Margrét Lea Kristindóttir var með besta árangur kvenna í fjölþraut með 46.550 stig, karlamegin var það Valgarð Reinhardsson með 77.100 stig, jafn í 9. sæti með Marchus Stenberg frá Svíþjóð.

Kristín Sara Jónsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir voru með sinn besta árangur í fjölþraut.

Upprunalega átti ísland fimm keppendur í úrslitum en þegar keppandi dróg sig úr keppni á svifrá bættist Martin Bjarni Guðmundsson í úrslit, íslenskir keppendur í úrslitum voru því sex talsins.

Margrét Lea Kristinsdóttir nældi sér í silfur í gólfæfingum með 12.550 stig, Jónas Ingi Þórisson sótti sér brons, einnig í gólfæfingum, með 13.750 stig. Jónas Ingi keppti einnig til úrslita á stökki, þar sem hann hafnaði í 6.sæti og á svifrá þar sem hann hafnaði í 7.sæti. Fimleikasamband Íslands óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunasætið.

Jón Sigurður Gunnarsson keppti til úrslita á hringjum, hann hafnaði í 4.sæti. Martin Bjarni Guðmundsson kom inn sem varamaður á svifrá, hann endaði í 6.sæti. Guðrún Edda Min Harðardóttir keppti á tvíslá og Valgarð Reinhardsson hafnaði í 4 sæti á tvíslá.

Myndir frá mótinu má finna á myndasíðu sambandsins eða með því að ýta hér. Úrslit mótsins má finna hér.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum og félögum innilega til hamingju með frábæran árangur – Áfram Ísland!