Select Page

Hvar: Háskólinn í Reykjavík, stofa M103- Gott aðgengi fyrir hjólastóla
Hvenær: 12. apríl kl. 13:30 og 13. apríl kl. 9:30
Fyrir hvern: Öll sem láta sig málefni íþrótta í landinu varða
Verð: 2.500 kr. Hægt að skrá sig á staðnum
Innifalið: kaffi og kruðerí báða daga og hádegismatur á laugardegi

Málþing „ Verndun og velferð barna, unglinga og afreksmanna í íþróttum: Áskoranir og lausnir“ – Opið fyrir öll, áhugafólk um íþróttir hvatt til að mæta

Hjálpumst að við að skapa enn bjartari framtíð fyrir börnin okkar í íþróttum.

Farsæld barna er lykilþáttur í að búa til samfélag þar sem öll tilheyra og hafa jöfn tækifæri. Íþróttasamfélagið okkar er einn af máttarstópum samfélagsins þegar kemur að farsældinni.

“Í allri þjálfun er mikilvægt að hugsa um íþróttafólkið sem manneskjur nr. 1 og íþróttafólk nr. 2 þannig stuðlum við að velferð fyrir alla og betri árangri til lengri tíma”. – Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ

Íþróttahreyfingin þarf að stuðla að því að allir iðkendur fái að tilheyra, rækta hæfileika sína og sækja nauðsynlega hreyfingu, í öruggu umhverfi, sem er til þess fallið að rækta hvern einstakling og veita honum tæki og tól til að verða betri manneskja á sinni vegferð í gegnum lífið.

Markmið málþingsins er að tengja saman hagsmunaaðila úr ýmsum áttum, þar á meðal sérsambönd, íþróttafélög, þjálfara og ýmsa fagaðila úr háskólasamfélaginu. Ásamt því að miða að því að taka á mikilvægu málefni, sem velferð og öryggi barna í íþróttum er.

Málþingið mun einnig veita víðtækan og fjölbreyttan vettvang til að taka þátt í innihaldsríkum umræðum, deila bestu starfsvenjum og vinna saman að því að þróa áhrifaríkar lausnir sem tryggja betur öryggi og um leið velferð barnanna okkar.

Með því að veita fræðslu, deila bestu starfsháttum, ræða lagalegan ramma sem íþróttahreyfingin starfar innan, bjóða upp á samvinnu og samtal, veita þátttakendum hagnýt gögn og hvetja til þess að þátttakendur treysti tengslanetið sitt og um leið möguleg samstarf. 

Mætum og tökum þátt

Við hvetjum öll til að mæta og láta sig þetta mikilvæga málefni, sem velferð barnanna okkar er, sig varða. Málefnið snertir okkur öll, stjórnendur, þjálfara, foreldra og iðkendur. 

Málþingið mun innihalda:

Fyrirlestra á heimsmælikvarða
Vinnustofur
Tengslanetið treyst
Tæki og tól fyrir þátttakendur til að hefjast strax handa

Nánari upplýsingar: https://fimleikasamband.is/malthing-2024/

Skráning: https://fimleikasamband.is/vorur/midi-a-malthing/

Athugið að einnig er hægt að mæta og skrá sig á staðnum.