Þorgeir Ívarsson, landsliðsþjálfari kvenna hefur tilnefnt eftirfarandi einstaklinga til þátttöku á Norður Evrópumóti, sem haldið verður dagana 23.-25. október í Leicester, Englandi. Keppendur koma frá tveimur félögum – Gerplu og Stjörnunni.
Kvennalandslið Íslands skipa:
- Hekla Hákonardóttir – Gerpla
- Katla María Geirsdóttir – Stjarnan
- Kristjana Ólafsdóttir – Gerpla
- Nanna Guðmundsdóttir – Stjarnan
- Rakel Sara Pétursdóttir – Gerpla
- Þóranna Sveinsdóttir – Stjarnan
Varamaður er Eva Ívarsdóttir – Stjarnan
Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með landsliðssætið.
