Select Page

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari karla hefur tilnefnt eftirfarandi einstaklinga til þátttöku á Norður Evrópumóti, sem haldið verður dagana 23.-25. október í Leicester, Englandi. Keppendur koma frá fjórum félögum, Ármann, Björk, Gerplu og KA. 

Kvennalandslið verður tilkynnt eftir úrtökumót 2 sem er á dagskrá í næstu viku. 

Karlalandslið Íslands skipa:

  • Atli Snær Valgeirsson – Gerpla
  • Ari Freyr Kristinsson – Björk
  • Jón Sigurður Gunnarsson – Ármann
  • Lúkas Ari Ragnarsson – Björk
  • Sigurður Ari Stefánsson – Gerpla
  • Sólon Sverrisson – KA

Varamaður er Arnþór Daði Jónasson – Gerpla

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með landsliðssætið.