Landsliðsþjálfararnir Róbert Kristmannson og Þorgeir Ívarsson hafa tilnefnt eftirfarandi einstaklinga til þátttöku á World Challenge Cup París og Heimsmeistaramóti. World Challenge Cup fer fram dagana 13. og 14. september í París, Frakklandi og Heimsmeistaramót í áhaldafimleikum fer fram dagana 19.-25. október í Jakarta, Indónesíu. Keppendur ferðast snemma á HM, en munu þeir taka þátt í 4 daga æfingabúðum í Kuala Lumpur í aðdraganda HM.
Kvennalandslið á HM og World Challenge Cup París
- Hildur Maja Guðmundsdóttir – Gerpla
- Lilja Katrín Gunnardóttir – Gerpla
- Thelma Aðalsteinsdóttir – Gerpla
Karlalandslið á World Challenge Cup París
- Atli Snær Valgeirsson – Gerpla
- Ágúst Ingi Davíðsson – Gerpla
- Dagur Kári Ólafsson – Gerpla
Karlalandslið á HM
- Ágúst Ingi Davíðsson – Gerpla
- Dagur Kári Ólafsson – Gerpla
- Valgarð Reinhardsson – Gerpla
Fimleikasamband Íslands óskar keppendum innilega til hamingju með landsliðssætið og óskum við ykkur góðsgengis í undirbúningnum. Að auki viljum við óska Valgarði góðs gengis í Bundesliga í Þýslandi í aðdragenda HM.


