Select Page

Sif Pálsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari unglinga. Hún hefur mikla reynslu sem keppandi í áhaldafimleikum sjálf og hafa margir þjálfarar komið að hennar fimleikaþjálfun sem hefur verið mikill lærdómur og reynsla fyrir hana. Spennandi tímar framundan og skemmtileg verkefni fyrir unglinga. Norðurlandamót, Ólympíuhátíð æskunnar og Evrópumót eru verkefni sumarsins.

Við bjóðum Sif velkomna til starfa og hlökkum til að vinna með henni að uppbyggingu íslenskra fimleika með áherslu á samvinnu og liðsheild.