Nú hefur Fimleikasambandið mannað landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið 2021 í hópfimleikum. Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og umsjón þess er á höndum afreksstjórans, Írisar Mistar Magnúsdóttur. Yfirþjálfarar verkefnisins, með faglega stjórn og uppbyggingu, eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum.
Evrópumótið verður haldið 1. – 4. desember 2021 í Porto í Portúgal. Fimleikasambandið stefnir á að senda tvö fullorðinslið á mótið, kvennalið og karlalið og tvö unglingalið, stúlknalið og blandað lið unglinga.
Þjálfara hvers liðs í stafrófsröð má sjá hér fyrir neðan.
Landsliðsþjálfarar Íslands fyrir Evrópumótið 2021
Yfirþjálfarar landsliða

Björn Björnsson 
Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir
Landsliðsþjálfarar kvennaliðs

Ásta Þyrí Emilsdóttir – Gólfæfingar 
Karen Sif Viktorsdóttir – Stökk 
Þorgeir Ívarsson – Stökk
Landsliðsþjálfarar karlaliðs

Erla Rut Mathiesen – Gólfæfingar 
Mikkel Schertz – Stökk 
Tomas Bekkavik – Stökk
Landsliðsþjálfarar stúlknaliðs

Björk Guðmundsdóttir – Gólfæfingar 
Magnús Óli Sigurðsson – Stökk 
Una Brá Jónsdóttir – Stökk
Landsliðsþjálfarar blandaðs liðs unglinga

Benedikt Rúnar Valgeirsson – Stökk 
Katrín Pétursdóttir – Gólfæfingar 
Ragnar Magnús Þorsteinsson – Stökk
Við óskum öllum þjálfurum til hamingju og óskum þeim góðs gengis í komandi vinnu fyrir landslið Íslands.
Áfram Ísland!
#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikarfyriralla












