Select Page

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið landsliðshópa fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2022. Hóparnir samanstanda af 81 iðkanda úr sjö félögum; Aftureldingu, FIMAK, Hetti, Gerplu, Keflavík, Selfossi og Stjörnunni. Mótið fer fram dagana 14. – 17. september 2022 í Lúxemborg.

Ísland sendir á mótið tvö lið í fullorðinsflokki, kvennalið og karlalið. Í unglingaflokki verða send þrjú lið, stúlknalið, drengjalið og blandað lið unglinga. Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands.

Æfingar hefjast hjá liðunum í júní og munu hóparnir æfa saman fram að Evrópumótinu.


Hóparnir eru

Landsliðsþjálfarar liðana eru:

Kvennalið

  • Ásta Þyrí Emilsdóttir – Gólfæfingar
  • Daði Snær Pálsson – Dýna og trampólín
  • Karen Sif Viktorsdóttir – Dýna og trampólín
  • Þorgeir Ívarsson – Dýna og trampólín

Karlalið

  • Erla Rut Mathiesen – Gólfæfingar
  • Mikkel Schertz – Dýna og trampólín
  • Tomas Bekkavik – Dýna og trampólín

Stúlknalið

  • Björk Guðmundsdóttir – Gólfæfingar
  • Magnús Óli Sigurðsson – Dýna og trampólín
  • Þórdís Þöll Þráinsdóttir – Dýna og trampólín

Drengjalið

  • Yrsa Ívarsdóttir – Gólfæfingar
  • Aníta Þorgerður Tryggvadóttir – Dýna og trampólín
  • Alexander Sigurðsson – Dýna og trampólín

Blandað lið unglinga

  • Michal Říšský – Gólfæfingar
  • Eysteinn Máni Oddsson – Dýna og trampólín
  • Una Brá Jónsdóttir – Dýna og trampólín

Við óskum iðkendum og félögum innilega til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. Þeir sem valdir hafa verið í hóp fá tölvupóst með nánari upplýsingum síðar í dag. 

Áfram Ísland!
#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikarfyriralla