Næstu daga fara fram tvö áhaldafimleikamót, Norður Evrópumót í Wales og Gymnova Cup í Belgíu. Kvenna- og karlalandsliðin í áhaldafimleikum munu keppa á Norður Evrópumóti og unglingalandslið kvenna á Gymnova Cup. Hópurinn lagði af stað frá Keflavík í morgun.
Norður Evrópumót í áhaldafimleikum
Norður Evrópumótið fer fram dagana í Wales dagana 11. – 14. nóvember. Keppendur kvennalandsliðsins eru þær Margrét Lea Kristinsdóttir, Agnes Suto, Kristín Sara Jónsdóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Guðrún Edda Min Harðardóttir. Keppendur karlalandsliðsins eru þeir Jón Sigurður Gunnarsson, Martin Bjarni Guðmundsson, Valgarð Reinhardsson, Jónas Ingi Þórisson og Dagur Kári Ólafsson. Með þeim í för er Þórey Kristinsdóttir, farastjóri, Guðmundur Brynjólfsson, þjálfari kvk, Þorbjörg Gísladóttir, þjálfari kvk, Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari kk, Viktor Kristmannsson, þjálfari kk, Sæunn S. Viggósdóttir, dómari kvk, Auður Ólafsdóttir, dómari kvk, Björn Magnús Tómasson, dómari kk og Davíð Ingason, dómari kk.
Að sögn Þóreyjar Kristinsdóttur, farastjóra, gekk ferðalagið vel.
Gymnova Cup
Gymnova Cup fer fram í Keerbergen í Belgíu dagana 12. – 14. nóvember. Keppendur stúlknalandsliðsins eru þær Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir, Margrét Júlía Jóhannsdóttir, Arna Brá Birgisdóttir, Viktoría Benónýsdóttir og Dagný Björt Axelsdóttir. Þjálfarar með þeim í för eru þau Jóhanns Níels Sigurðsson og Svava Björg Örlygsdóttir.
Við óskum öllum íslensku keppendunum velgengis á mótinu og hlökkum til að fylgjast með þeim. Áfram Ísland!