Landsliðsþjálfari karla, Róbert Kristmannsson, hefur valið landslið Íslands fyrir fyrstu tvö mótin í Apparatus World Cup mótaröðinni. Mótaröðin byrjar í Cairo, Egyptalandi 15. – 18. febrúar og ferðast er þaðan til Cottbus, Þýskalandi, þar sem að keppnin fer fram helgina 24. – 25. febrúar.
Á mótaröðinni verður hægt að tryggja sér sæti á Ólympíuleikana, en tveir stigahæstu keppendurnir á hverju áhaldi, eftir mótaröðina, tryggja sér gullna miða.
Landslið Íslands er:
- Dagur Kári Ólafsson – Gerpla
- Jón Sigurður Gunnarsson – Ármann
- Valgarð Reinhardsson – Gerpla
Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með landsliðssætið.
Landsliðsþjálfarar áskila sér rétt til breytinga.