Landsliðsþjálfari karla hefur sett lágmörk fyrir landslið karla á Heimsmeistaramótið sem fram fer í Japan í haust.
Lágmörk á HM
Til þess að ná lágmörkum þarf að ná 74,000 stigum í fjölþraut, 14,000 stig á áhöldum (horft verður á meðaltal einkunna á úrtökumótunum þremur) og uppfylla allar sérkröfur.
Úrtökumót
Haldin verða þrjú úrtökumót fyrir HM en þau verða 10. september, 16. september og 17. september.
Úrtökumótin fara fram með dómgæslu og verða aukadýnur leyfðar á öllum áhöldum.
Tilkynnt verður um val í landslið 19. september næstkomandi.