Select Page

Karla- og kvennalandslið Íslands kepptu til úrslita á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í dag. Stelpurnar gerðu sér í lítið fyrir og nældu sér í silfurverðlaun eftir harða baráttu við sænska landsliðið. Þessi árangur er ótrúlegur miðað við það sem undað er gengið vegna meiðsla rétt fyrir brottför og rétt fyrir úrslit. Andrea Sif kom öllum á óvart, hún keppti ekki bara í gólfæfingum heldur gerði hún sér lítið fyrir og keppti einnig í tveim umferðum á dýnu með glæsibrag. Það fór ekki á milli mála að hafa Andreu, fyrirliða, á gólfinu veitti liðinu aukin liðsanda. Andreá fór í viðtal við Fréttablaðið og hafði eftirfarandi um mótið að segja:

Ég vaknaði sex og gat ekki sofið, en þegar maður er kominn inn á gólfið þá losnar þetta stress, það er bara biðin sem er erfið. Þegar maður er komin inn í upp­hitun og fer að dansa þá finnur maður að maður er alveg með þetta. Eftir það snýst þetta bara um að hafa gaman og njóta.

Kolbrún Þöll, lykilmaður liðsins, sleit hásin rétt fyrir mótið kvöldi fyrir brottför en kom liðinu á algjörlega á óvart rétt fyrir undanúrslit og veitti stelpunum frábæran stuðning á mótinu. Kolbrún Þöll veitti ekki stelpunum bara stuðning heldur var hún með liðinu á úrslitadeginum og stóð með sínu sigursæla liði á verðlaunapallinum.

Ásta Kristinsdóttir og Bryndís Guðnadóttir voru valdar í „All Star“ lið Evrópumótsins. Ásta sem framkvæmdi mjög erfið stökk á dýnu og á trampólíni var valin í liðið fyrir stökkæfingar á dýnu. Bryndís var hinsvegar valin í liðið vegna gólfæfinga, enda framkvæmir hún æfingar þar með miklum glæsibrag og innlifun.

Danska landsliðið fylgdi stelpunum rétt á eftir í þriðja sætinu en ótrúlega frammistaða stelpnanna á trampólínu tryggði þeim silfrið.

Stelpurnar enduðu 53,950 stig en Svíar með 55,100 stig.

Íslenska karlalandsliðið endaði síðan í fjórða sæti en strákarnir áttu svo sannarlega mót til að vera stoltir af. Smávægileg mistök á trampólíni enduðu dýrkeypt en þeir bættu sig um tvo heila á gólfi og fóru síðan í gegnum glæsilega dýnu án falls. Strákanir fengu frábæra einkunn á dýnu sem þeir mega vera svo sannalega vera stoltir af enda voru ekki einungis stuðningsmenn Íslands staðnir á fætir heldur annarra þjóða líka. Stemmningin í íslenska karlalandsliðinu er til fyrirmyndar, þeir eru ekki bara skemmtilegir heldur geislar alltaf af þeim ánægjan þegar þeir keppa. Helgi Laxdal, lykilmaður karlalandsliðsins fór einnig í viðtal við Fréttablaðið og tjáði sig með einlægni um á

Mér gæti ekki hafa gengið betur og ég er ekki eðli­lega á­nægður með liðið. Við vorum í fjórða sæti og erum bara sáttir með það.

Strákarnir enduðu með 55,300 stig og í fjórða sæti. Fimleikasambandið óskar þjálfurum og keppendum innilega til hamingju með árangurinn.

Einnig vill Fimleikasambandið þakka dómurunum okkar, þeim Helgu Svönu Ólafsdóttur, Olgu Bjarnadóttur og Írisi Svavarsdóttur fyrir þeirra störf. Jafnframt viljum við þakka fréttamiðlum mótsins; RÚV, Fréttablaðinu, Mbl og ljósmyndurum, þeim Stefáni Þór Friðrikssyni og Ingvari Daða Þórissyni fyrir þeirra glæsilegu vinnu.

Fullt af myndum frá Evrópumótinu má sjá hér.