Kvennalandsliðið var svo sannarlega í stuði á podiumæfingu í dag, æfingin gekk vel fyrir sig og er það augljóst að stelpurnar eru tilbúnar í slaginn. Var það umtalað meðal dómara í stúkunni hvað geislaði af stelpunum okkar, enda sýndu þær þeim stórglæsilegar æfingar.
Podium gekk eins og podium á að ganga. Ekki allt fullkomið, en allt á góðum stað og verða þær tilbúnar á keppnisdegi. – Þorgeir Ívarsson, landsliðsþjálfari kvenna.
Á morgun, 19. október, kl. 11:15 á íslenskum tíma tekur við undankeppnin hjá karlalandsliði Íslands, þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson og Valgarð Reinhardsson skipa landslið Íslands, undirbúningur hefur gengið vel og eru þeir klárir í slaginn. Kvennalandsliðið, þær Hildur Maja Guðmundsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir stíga svo á stóra sviðið þann 21. október, kl. 04:15 á íslenskum tíma.
Beint streymi – Eurovision Sport
Hér er linkur á beint streymi hjá Eurovision Sport!
Heimasíða mótsins.
Hér birtast myndir frá mótinu.
Hér er hægt að fylgjast með úrslitum.