Select Page

Kvenna- og blandað lið Íslands tóku þátt í undankeppni Evrópumeistaramótsins í hópfimleikum í dag og unnu bæði liðin sér inn keppnisrétt í úrslitunum sem fara fram á laugardaginn. 

Kvennaliðið endaði daginn í öðru sæti með 53.250 stig aðeins 0.700 stigum frá sænska liðinu sem endaði daginn í fyrsta sæti. Danska liðið tók þriðja sætið með 51.200 og því er ljóst það verður hart barist um verðlaunasætin á laugardaginn og er í Ísland í góðri stöðu. 

Blandað lið Íslands voru einnig í stuði í dag en ljóst er að liðið á nóg inni fyrir laugardaginn. Það voru smávægileg mistök á æfingum á dýnu og trampólíni en liðið tryggði sér sæti í úrslitunum með 51.100 stigi.  

Úrslit U18 liðanna fer fram á morgun, þar sem Ísland á lið í öllum flokkum og blandaða liðið var fyrsta liðið inní úrslit. Það verður spennandi að fylgjast með krökkunum á morgun. Hvetjum alla til að fylgjast með spennandi keppni, streymi er hægt að finna hér og hér má fylgjast með einkunnum mótsins. 

Myndasíða frá æfingadeginum er á heimasíðu Fimleikasambandsins. 

Við óskum keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með árangur dagsins. 

ÁFRAM ÍSLAND!