Eftir úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum verður tilkynnt úrvalslið, þar sem besti karlinn og besta konan á öllum áhöldum verða hluti af liðinu, samtals 6 karlar og 6 konur. Ísland hefur haft marga fulltrúa í úrvalsliðinu síðastu ár. Á síðasta Evrópumóti voru Ásta og Bryndís í liðinu, en þær eru báðar í kvennaliðinu í ár. Það verður spennandi að fylgjast með hvort Ísland muni eiga fulltrúa í úrvalsliðinu ár, liðið verður tilkynnt eftir úrslit á morgunn.
Úrvalsliðið var í fyrsta sinn tilkynnt á Evrópumótinu, sem haldið var á Íslandi 2014. Hér eru Íslendingar sem hafa verið valin í liðið síðustu ár:
- 2014: Solla, Andrea Sif og Kolbrún Þöll
- 2016: Andrea Sif, Kolbrún Þöll og Valgerður
- 2018: Andrea Sif, Kolbrún Þöll og Norma Dögg
- 2021: Helgi, Ásta og Kolbrún Þöll
- 2022: Ásta og Bryndís