Select Page

31/05/2022

Keppnistímabil í hópfimleikum og stökkfimi lokið

Nú er keppnistímabil hópfimleika og stökkfimi lokið. Um helgina fór fram Íslandsmót í stökkfimi í meistaraflokki, 1.-3. flokki og KKE og Íslandsmót í hópfimleikum í 2.-3. flokki og KKE. Við þökkum Fimleikadeild Stjörnunar fyrir mótahald helgarinnar.

Úrslit og myndir frá mótum helgarinnar má finna hér:

Alls fóru fram 12 mót í hópfimleikum og stökkfimi á keppnistímabilinu, en fella þurfti niður Haustmót vegna Covid. Frábært var að sjá hvað iðkendur stóðu sig vel og ávallt var góð stemning í stúkunni.

Myndir má sjá á myndasíðu FSÍ.

Fimleikasambandið þakkar mótshöldurum, dómurum, keppendum og sjálfboðaliðum fyrir gott keppnistímabil.

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...