Select Page

Kvennalandslið Íslands í áhaldafimleikum hefur nú lokið keppni á Evrópumótinu í Munchen í Þýskalandi. Heildareinkunn liðsins var 138,129 stig. Ítalía var sigursæl í dag og nældu sér í fyrsta sætið í einstaklingskeppninni.

Íslensku stelpurnar byrjuðu mótið á glæsilegum gólfæfingum þar sem þær geisluðu af listfengni og nutu sín í flottri Ólympíuhöll.

Thelma Aðalsteinsdóttir, nýlega krýndur Íslandsmeistari átti virkilega gott mót og fékk 47,698 stig og var það hæðsta íslenska einkunnin. Hildur Maja Guðmundsdóttir fékk 44.398 stig og Agnes Suto 41.665, en þær kepptu á öllum áhöldum. Margrét Lea Kristinsdóttir keppti á gólfi og stökki og Guðrún Edda Min Harðardóttir keppti á tvíslá og gólfi og áttu þær góðan keppnisdag.

Myndir frá keppnisdeginum má sjá hér. Einnig má finna myndbönd og skemmtilegar myndir á í story á Instagram FSÍ.

Fimleikasambandið óskar kvennalandsliðinu og landsliðsþjálfurum innilega til hamingju með mótið!

Keppni í unglingaflokki hefst á morgun

Á morgun keppir Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir í unglingaflokki og hefst hennar keppnishluti kl 15:50 á íslenskum tíma og verður í beinu streymi hér.