Select Page

Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir, landsliðsstúlka í áhaldafimleikum hefur lokið keppni á Evrópumóti unglinga í Munich. Eftir góða podium æfingu á miðvikudaginn átti Heiða Jenný frábæran keppnisdag í dag. Hún hlaut samanlagt 41,765 stig. Hæðsta einkunn Heiðu Jennýar í dag var 11,733 á stökki, Heiða átti falllaust mót á sínu fyrsta Evrópumóti.

Brot af því besta frá keppninni í dag má finna í Instagramstory Fimleikasambands Íslands.

Hér má sjá myndir frá keppnisdegi Heiðu Jennýjar.

Þá hefur kvenna- og stúlknalandslið Íslands lokið keppni á Evrópumótinu og halda þær heim á morgun.

Fimleikasamband Íslands óskar Heiðu Jenný, þjálfurum, foreldrum og Björk innilega til hamingju með frábæran dag.

Að auki viljum við þakka dómurum mótsins þeim Þorbjörgu Gísladóttur og Hlín Bjarnadóttur fyrir sín störf.