Select Page

Karla- og kvennalandslið Íslands tóku þátt í undankeppni Evrópumeistaramótsins í hópfimleikum í dag og unnu bæði liðin sér inn keppnisrétt í úrslitunum sem fara fram á laugardaginn.

Kvennalandsliðið endaði daginn í þriðja sæti með 51.050 stig aðeins 1.625 stigum frá sænska liðinu sem endaði daginn í fyrsta sæti. Danska liðið tók annað sætið með 51.300 og því er ljóst það verður hart barist um verðlaunasætin á laugardaginn og er í Ísland í góðri stöðu.

Karlalandslið Íslands, sem vann sögufrægt silfur á EM í fyrra, voru í banastuði í dag en ljóst er að liðið á nóg inni fyrir helgina. Smávægileg mistök í gólfæfingum urðu dýrkeypt en strákarnir svöruðu með sturluðum æfingum á dýnu og trampólíni og tryggðu sér sæti í úrslitunum með 53.350 stig.

Við óskum keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með árangur dagsins.

Myndir frá mótinu má sjá hér flokkað eftir myndamöppum.