Select Page

15/09/2022

Karla- og kvennalandsliðin í úrslit á EM

Karla- og kvennalandslið Íslands tóku þátt í undankeppni Evrópumeistaramótsins í hópfimleikum í dag og unnu bæði liðin sér inn keppnisrétt í úrslitunum sem fara fram á laugardaginn.

Kvennalandsliðið endaði daginn í þriðja sæti með 51.050 stig aðeins 1.625 stigum frá sænska liðinu sem endaði daginn í fyrsta sæti. Danska liðið tók annað sætið með 51.300 og því er ljóst það verður hart barist um verðlaunasætin á laugardaginn og er í Ísland í góðri stöðu.

Karlalandslið Íslands, sem vann sögufrægt silfur á EM í fyrra, voru í banastuði í dag en ljóst er að liðið á nóg inni fyrir helgina. Smávægileg mistök í gólfæfingum urðu dýrkeypt en strákarnir svöruðu með sturluðum æfingum á dýnu og trampólíni og tryggðu sér sæti í úrslitunum með 53.350 stig.

Við óskum keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með árangur dagsins.

Myndir frá mótinu má sjá hér flokkað eftir myndamöppum.

Fleiri fréttir

Félagaskipti haustið 2022

Félagaskipti haustið 2022

Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. september síðastliðinn. 30 keppendur frá 9 félögum sóttu um félagaskipti og fengu félagskipti sín...

Stúlknalið tók bronsið!

Stúlknalið tók bronsið!

Unglingalandslið Íslands stóðu sig með glæsibrag í úrslitunum á EM í hópfimleikum í dag. Stúlknalandslið gerði sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti!...