Select Page

13/11/2020

Íþróttastarf barna heimilað á ný

Þær miklu gleðifréttir bárust í dag að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Breytingar taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember og gilda til og með 1. desember næstkomandi.

Æfingar fullorðinna eru enn óheimilar.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra mátti lesa eftirfarandi:

  • Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.

Sameinumst um að halda utan um börnin okkar og koma þeim vel af stað í íþróttirnar, í það umhverfi sem þeim líður best í. 

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...