Íslandsmótinu í hópfimleikum var að ljúka rétt í þessu og mikil gleði var á mótsstað. RÚV sýndi frá mótinu í beinni, en mótið var haldið í íþróttahúsinu Iðu á Seflossi.
Í kvennaflokki var það lið Stjörnunnar sem vann með yfirburðum og varði íslandsmeistaratitilinn. Liðið átti góðan keppnisdag, sigriði á öllum áhöldum og fékk 52.360 stig samanlagt. Í öðru sæti var lið Gerplu með 44.795 stig, í því þriðja var lið ÍA með 41.645 stig.
Karlalið stjörnunnar sýndi áhorfendum hvað í þeim býr og urðu þeir íslandsmeistarar í karlaflokki með 53.095 stig.
Blandað lið Selfoss varð íslandsmeistari í flokki blandaðra liða með 33.345 stig.
Fleiri myndir munu svo birtast á myndasíðu FSÍ.
Gerpla íslandsmeistari í 1. flokki kvenna og 1. flokki blandaðra liða
Lið Gerplu sigraði í 1. flokki kvenna með 46.495 stig, Stjarnan lenti í 2. sæti með 44.140 stig og FIMAK í 3. sæti með 41.645 stig. Fimm kvennalið tóku þátt í 1. flokki; Gerpla, Stjarnan, FIMAK, Keflavík og Fjölnir.
Blandað lið Gerplu varð íslandsmeistari í 1. flokki blandaðra liða með 43.660 stig og Höttur í 2. sæti með 40.495 stig.
Deildameistarar
Gefin voru verðlaun fyrir deildameistara á árinu.
Deildameistarar í meistarflokki eru
- Karlalið Stjörnunnar
- Kvennalið Gerplu
- Blandað lið Selfoss
Deildameistarar í 1. flokki eru:
- Kvennalið Gerplu
- Blandað lið Gerplu