Select Page

Íslandsmót í hópfimleikum fer fram á Selfossi næstkomandi laugardag, 30. apríl. Á síðasta Íslandsmóti mátti sjá stökk í hæsta erfiðleikaflokki og stemningin í áhorfendastúkunni var frábær. Búast má við mikilli fimleikaveislu og hvetjum við alla til að mæta á mótsstað og styðja okkar allra besta fimleikafólk áfram.

Bein útsending og miðasala

RÚV mun sýna frá keppni í meistaraflokki og 1. flokki blandaðra liða og hefst útsendingin kl 16:00.

Hægt að kaupa miða í Stubbur appinu, www.stubbur.app og skrifa „Íslandsmót í hópfimleikum“ í leitargluggann.

Facebook viðburður mótsins.

Keppendur mótsins

Meistaraflokkur og 1.flokkur blandaðra liða – keppni hefst kl 16:00, útsending á RÚV.

 • Gerpla kvk
 • ÍA kvk
 • Stjarnan 1 kvk
 • Stjarnan kk
 • Höttur 1.flokkur mix
 • Selfoss mix
 • Gerpla 1.flokkur mix

1. flokkur kvenna – Keppni hefst kl 12:40

 • FIMAK
 • Fjölnir
 • Keflavík
 • Gerpla
 • Stjarnan

Skipulag mótsins má finna hér.