Select Page

15/03/2021

Íslandsmót í áhaldafimleikum 20. – 21. mars

íslandsmót-fréttamynd

Um helgina fer fram Íslandsmót í áhaldafimleikum 2021. Mótið fer fram í Ármanni og keppt verður um titla í unglinga- og fullorðinsflokki í fjölþraut og á einstökum áhöldum.

Á laugardeginum fer fram keppni í fjölþraut og hefst keppni kl. 14:55 og lýkur kl. 17:40.

Á sunnudeginum verður svo keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppni í karlaflokki hefst kl. 15:30 og í kvennaflokki kl. 15:50.

Skipulag mótsins má finna hér.

Því miður verður ekki almenn miðasala á mótið.

Bein útsending á RÚV

Mótið verður í beinni útsendingu á RÚV:

  • Laugardag kl. 16:00
  • Sunnudag kl. 16:00 

Helgina 27. – 28. verður svo keppt um Íslandsmeistaratitla í 1. – 3. þrepi íslenska fimleikastigans.

Fleiri fréttir

Æfingabúðir í Keflavík

Æfingabúðir í Keflavík

Um liðna helgina stóð Fimleikasamband Íslands fyrir æfingabúðum í áhaldafimleikum kvenna. Ferenc Kováts stýrði æfingunum með aðstoð félagsþjálfara...

Valgarð með tvö silfur

Valgarð með tvö silfur

Karlalandslið Íslands hefur lokið keppni á Norður Evrópumótinu í Finnlandi. Eftir frábæran árangur gærdagsins þar sem landsliðið hafnaði í þriðja...