Um helgina fer fram Íslandsmót í áhaldafimleikum 2021. Mótið fer fram í Ármanni og keppt verður um titla í unglinga- og fullorðinsflokki í fjölþraut og á einstökum áhöldum.
Á laugardeginum fer fram keppni í fjölþraut og hefst keppni kl. 14:55 og lýkur kl. 17:40.
Á sunnudeginum verður svo keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppni í karlaflokki hefst kl. 15:30 og í kvennaflokki kl. 15:50.
Skipulag mótsins má finna hér.
Því miður verður ekki almenn miðasala á mótið.
Bein útsending á RÚV
Mótið verður í beinni útsendingu á RÚV:
- Laugardag kl. 16:00
- Sunnudag kl. 16:00
Helgina 27. – 28. verður svo keppt um Íslandsmeistaratitla í 1. – 3. þrepi íslenska fimleikastigans.