Select Page

Íslandsmót í frálsum æfingum karla, kvenna og unglinga fer fram í Fjölni, Egilshöll, dagana 25. og 26. mars. Mótið er sýnt í beinni útsendingu á RÚV.

Keppt er í einstaklingskeppni, í fjölþraut og í úrslitum á einstökum áhöldum.

  • Laugardagurinn 25. mars – Keppt í fjölþraut. Keppni hefst klukkan 15:00 og líkur um 17:45.
  • Sunnudagurinn 26. mars – Keppt til úrslita á einstökum áhöldum. Keppni hefst 15:30 með keppni á fyrsta áhaldi karla. Þar sem að fimm efstu keppendur á einstökum áhöldum frá fjölþrautardegi keppa til úslita.

Til keppni eru skráðar 18 keppendur í fullorðinsflokki kvenna, 18 keppendur í unglingaflokki stúlkna, 13 keppendur í fullorðinsflokki karla og 8 keppendur í unglingaflokki drengja.

Ríkjandi Íslandsmeistarar

Þau Valgarð Reinhardsson og Thelma Aðalsteinsdóttir, bæði úr Gerplu eru ríkjandi Ísandsmeistarar. Thelma vann íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum í fyrra en var það í fyrsta skiptið sem að Thelma hlaut titilinn. Valgarð er nú sexfaldur Íslandsmeistari í fjölþraut.

Jónas Ingi Þórisson, Gerplu og Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerplu nældu sér í silfur í fyrra, þau Agnes Suto, Gerplu og Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu höfnuðu í þriðja sæti.

Þau Rakel Sara Pétursdóttir, Gerplu og Sigurður Ari Stefánsson, Gerplu eru ríkjandi Íslandsmeistarar í unglingaflokki. Sigurður Ari keppir í karlaflokki í ár og það er því ljóst að nýr Íslandsmeistari í unglingaflokki drengja verður krýndur.

Bein útsending á RÚV

RÚV sýnir frá mótinu í beinni útsendingu, bæði á laugardag og sunnudag. Útsendingin hefst klukkan 16:00 báða dagana.