Afreksstjóri og yfirþjálfarar landsliða hafa tekið ákvörðun um að senda tvö A-landslið til keppni á Evrópumeistaramót í hópfimleikum 2024, kvennalið og blandað lið. Samkvæmt afreksstefnu er markmið Fimleikasambandsins að senda þrjú lið til keppni á Evrópumeistaramót A-landsliða: kvenna-, karla- og blandað lið. Áfram verður unnið með það markmið að leiðarljósi fyrir Evrópumeistaramótið 2026.
Þessar upplýsingar hafa verið sendar út á framkvæmdarstjóra, yfirþjálfara hópfimleika og skrifstofu allra félaga í landinu og sendar út á úrvalshópa A-landsliða í gegn um Sportabler.
Mótið verður haldið í Baku í Azerbaijan í National Gymnastics Arena dagana 16. – 19. október 2024.