Select Page

27/10/2022

HM Podium æfingar

Podium æfingar í fullum gangi – styttist í stóra daginn.

Þær Thelma og Hildur Maja hafa lokið við Podium æfinguna sína, klukkan er að ganga miðnætti hér í Liverpool og var æfingunni að ljúka rétt í þessu. Stelpurnar keppa í hluta tvö, 29. október og er um kvöldkeppni að ræða, keppnin hjá stelpunum hefst klukkan 21:25 hér í Liverpool (20:25 heima á Íslandi) og líkur henni rétt fyrir klukkan 23:00. Síðustu vikur hafa þær verið að undirbúa sig fyrir kvöldkeppni og hafa þær æft seint á kvöldin til þess að venjast þessum óhefðbundnu aðstæðum. Stelpurnar voru fullar af orku á æfingunni og geislaði glæsileikinn af þeim.

Þeir Valgarð og Jónas tóku einnig þátt í Podium æfingu í dag en breyting er á skipulaginu frá fyrri árum og taka strákarnir þátt í tveimur styttri podium æfingum í stað einnar lengri æfingar, líkt og stelpurnar gera. Strákarnir mæta á sína seinni Podium æfingu, morguninn 29. október.

Æfingarnar í dag gengu vel fyrir sig í björtum og fallegum keppnissal hér í Liverpool.

Samfélagsmiðlar

Endilega fylgist með á instagram og facebook síðu Fimleikasambands Íslands en þar verður hægt að fylgjast með mótinu alla vikuna.

Myndir

Myndir frá Podium æfingum og keppni má finna á myndasíðu sambandsins.

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...