Select Page

Þá er ferðalagið á Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum hafið og eru þau Hildur Maja, Thelma, Jónas Ingi og Valgarð mætt til Liverpool þar sem mótið fer fram dagana 29. október – 6. nóvember. Með þeim í för eru landsliðsþjálfararnir Ferenc Kováts og Róbert Kristmannsson. Elísabet Birgisdóttir ferðast með sem sjúkraþjálfari og þau Hlín Bjarnadóttir og Björn Magnús Tómasson dæma mótið fyrir hönd Íslands.

Þær Hildur Maja og Thelma hafa lokið við fyrstu tvær æfingarnar sínar hér í Liverpool, þetta höfðu þær að segja um æfinguna:

Það er gaman að æfa í svona rauðum og fínum sal – Thelma

Aðstaðan er mjög góð og salurinn svo flottur – Hildur Maja

Podium æfingar og keppnisdagar

Á fimmtudag, 27. október, mæta Hildur Maja og Thelma á podium æfingu, en þar fá þær að gera sínar keppnisæfingar á keppnisáhöldunum. Kvennakeppni hefst svo með undanúrslitum 29. október en íslensku konurnar keppa í hluta tvö. Karlarnir fara á tvær podium æfingar, sú fyrri 27. október og sú seinni 29. október. Karlarnir keppa svo til undanúrslita mánudaginn 31. október.

Fylgist með á samfélagsmiðlum

Fimleikasambandið mun sýna frá íslensku keppendunum á miðlum sambandsins. Fylgist með á Instagram story og á Facebook.

HM á RÚV

RÚV sýnir frá úrslitum Heimsmeistaramótsins á RÚV 2, því miður verða engar útsendingar frá undanúrslitum. Dagskrána má sjá á myndinni hér að neðan.

Myndir frá mótinu

Myndir frá mótinu munu birtast hér á myndasíðu sambandsins.