Select Page

Landsliðið í áhaldafimleikum lagði af stað til Japans í nótt þar sem þau taka þátt á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem haldið verður í borginni Kitakyushu. Mótið fer fram dagana 18. – 24. október.

Landslið og fylgdarlið

Landslið kvenna

  • Guðrún Edda Min Harðardóttir
  • Hildur Maja Guðmundsdóttir
  • Nanna Guðmundsdóttir
  • Margrét Lea Kristinsdóttir

Landslið karla

  • Jón Sigurður Gunnarsson
  • Jónas Ingi Þórisson
  • Martin Bjarni Guðmundsson
  • Valgarð Reinhardsson

Þjálfarar með þeim í för eru þau Róbert Kristmannsson og Sesselja Jarvela. Farastjóri ferðarinnar er Helga Svana Ólafsdóttir.

Aðrir í fylgdarliðinu eru þær Þorbjörg Gísladóttir, alþjóðlegur dómari, og Sandra Dögg Árnadóttir, sjúkraþjálfari.

Langt og strembið ferðalag

Hópurinn lagði af stað frá Reykjavík um kl. 4 í nótt en brottför frá Keflavík var kl. 07:40 í morgun. Hópurinn lenti í London um hádegisleitið og bíður þar í rúmar 7 klst. þar til flogið verður til Tokyo og þaðan ferðast þau svo á áfangastað, hvernig faratæki mun flytja þau er enn óljóst og verður æsispennandi að fylgjast með þeim á ferðalaginu.

Við hringdum í farastjóra ferðarinnar, Helgu Svönu, nú í hádeginu og var hljóðið í hópnum gott.

Ferðlagið hefur gengið mjög vel fyrir sig. Við lendum svo á morgun í Tokyo um kl. 15:00 að staðartíma og fáum þann dag í frí til að jafna okkur á tímamismuninum.

Helga Svana hefur staðið í ströngu síðustu daga ásamt skrifstofu Fimleikasambandsins við að fylla út hin ýmsu skjöl og form á alls konar tungumálum til þess að fá inngöngu inn í landið. Ferðalög á Covid tímum krefjast mjög mikillar þolinmæði og skipulagsvinnu.

Ljóst er að ferðalagið er langt og strembið en ferðalangarnir hafa komið sér mjög vel fyrir á flugvellinum í London.

Dagskrá RÚV

RÚV mun sýna frá mótinu í beinni útsendingu en dagskráin er eftirfarandi:

DagsetningTímiDagskráStöð
21. október08:55Fjölþraut kvennaRÚV
22. október08:55Fjölþraut karlaRÚV
22. október20:30HM stofanRÚV
23. október07:05Keppni á einstökum áhöldum (KK: Gólf, bogi og hringir – KVK: Stökk og tvíslá)RÚV2
24. október07:20Keppni á einstökum áhöldum (KK: Stökk, tvíslá og svifrá – KVK: Slá og gólf)RÚV2
** Með fyrirvara um breytingar

Við óskum keppendum og fylgdarliði góðrar ferðar og góðs gengis og hlökkum til að heyra í þeim þegar þau eru komin á áfangastað.