Select Page

Í gær fór fram móttaka í Hörpu til heiðurs íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tokyo í sumar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra tóku á móti hópnum.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sem æfði fimleika um árabil, kom inn á það í ræðu sinni að þegar hún var yngri hafi hún átt sér þann draum heitastan að keppa á Ólympíuleikunum eftir að hafa fylgst með einni af helstu stjörnu fimleikanna, Mary Lou Retton.

Öll þurfum við fyrirmyndir í lífinu. Hún Hlín Bjarnadóttir, sem var valin til að dæma Ólympíuleikana í sumar, var mín helsta fimleikafyrirmynd.

Á myndinni hér að ofan má sjá Lilju með fyrirmyndinni sinni henni Hlín, en Hlín var einmitt viðstödd viðburðinn þar sem að hún dæmdi áhaldafimleika kvenna á leikunum.