Hlíf Þorgeirsdóttir var rétt í þessu kosin í ráðgjafaráð (Council) hjá Alþjóða fimleikasambandinu (FIG) á 85. þingi sambandsins sem nú fer fram í Doha í Qatar. Hlíf hlaut afgerandi kosningu og fékk flest atkvæði þeirra sem voru kosnir frá Evrópu en sjö meðlimir voru kosnir inn í ráðið frá Evrópu, fimm frá Asíu, fjórir frá Afríku og fjórir frá Ameríku.
Hlíf fetar nú í fótspor móður sinna Birnu Björnsdóttur, sem átti sæti í FIG ráðinu á árunum 2008-2012.
Hlíf hefur undanfarin sjö ár verið formaður nefndar um Fimleika fyrir alla hjá Evrópska fimleikasambandinu en nú taka nýjir og spennandi tímar við hjá FIG.
Við óskum Hlíf innilega til hamingju með kosninguna og hlökkum til að fylgjast með henni á alþjóðlega vettvanginum.