Select Page

Hefur þú áhuga á því að vinna með Fimleikasambandi Íslands? 

FSÍ er stöðugt að leita að kröftugu fólki með sér í lið. 

Nýtt hjá okkur! Nú getur þú látið okkur vita ef áhugi er fyrir því að vinna með okkur í framtíðinni. Upplýsingar um það hvernig þú lýsir yfir áhuga þínum, má finna á heimasíðu Fimleikasambands Íslands, undir flipanum “mannauður” (efst) og finnur þú “Viltu vinna með FSÍ?”.

Í framtíðinni þegar að Fimleikasambandið leitar eftir fólki í hin ýmsu hlutverk innan sambandsins verður listinn hafður til hliðsjónar og fá þeir einstaklingar sem skráðir eru á listann upplýsingar um laus störf send beint á sig. Athugið að þetta form er ekki formleg umsókn, þegar störf eru auglýst, þarf ávallt að sækja um þau með formlegri umsókn.