Select Page

Fyrsta æfing í hæfileikamótun drengja og stúlkna í hópfimleikum 2022 fór fram laugardaginn 15. október á Akranesi, við mikla gleði þátttakenda. 

Þjálfarar í hæfileikamótun út árið eru hluti af þeim þjálfarateymum sem fóru með keppendur í unglingaflokk á EM 2022. Það eru þau Alexander Sigurðsson, Aníta Tryggvadóttir og Eysteinn Máni Oddsson. 

Æfingin var í boði fyrir iðkendur fædda 2007-2010, en 53 einstaklingar voru skráðir á æfinguna. Félagsþjálfarar voru beðnir um að fylgja iðkendum á æfingarnar, en æfingin var einnig miðuð að því að gefa þjálfurum tæki og tól til að nýta sér í sínu félagi. 

Mikil ánægja var með æfinguna og stefnt er að því að hafa aðra æfingu síðar á árinu. 

Hægt er að sjá myndir hér að neðan frá æfingunni:

Framtíðin er björt!